top of page
Leikur að læra saman

Fjölskyldutempó
Leikur að læra saman

Með FjölskylduTempó færð þú verkfæri og stuðning til að byggja upp fjórar grunnstoðir — skref fyrir skref, saman sem fjölskylda og með rannsóknir og raunverulegan árangur að leiðarljósi.

Fjölskyldutempó er samvera með tilgang

Fjölskyldan ákveður hvenær hún ætlar að koma saman og fara í þau verkefni og leiki sem eru í Fjölskyldutempó. Fyrsta verkefnið er því í raun að ákveða hvert verður tempó fjölskyldunnar.

 

Í hverri viku fá fjölskyldurnar leiðbeiningar um það hvað þurfi að gera fyrir leikinn, reglur leiksins og svo eftir leikinn upplýsingar um ávinning hvers leiks fyrir sig og hvernig hann tengist þeim fjóru leikniþáttum sem Fjölskyldutempó styður við.

Að taka virkan þátt í þroska barna – í skóla, leikjum og daglegri umgengni – stuðlar fjölskyldan að betri námsárangri, tilfinningalegu jafnvægi, ábyrgari fjármálavenjum, öruggri netnotkun og heilbrigðum lífsstíl.

Hvað er Fjölskyldutempó?

Fjölskyldutempó skiptist niður í 12 þemu og innan hvers þema eru fjórar vikur. Vikulega sest fjölskyldan saman og fer í gegnum æfingar eða leiki vikunnar sem tengjast ákveðnu þema. Eftir fjórar vikur er svo endurlit þar sem fjölskyldan fer yfir þemað og dregur saman það sem þau hafa lært sameiginlega í hverju þema fyrir sig.

Hvert þema tengist einhverjum af þeim fjórum grunnstoðum sem hugmyndafræðin leggur upp með.

Æfingin skapar meistarann

Til þess að fjölskyldan sjái árangur er nauðsynlegt að halda tempói. Þess vegna er Fjölskyldutempó hugsað í mánuðum þar sem hver mánuður hefur sitt þema.

Með því að halda tempói nær fjölskyldan árangri saman.

39.900 krónur fyrir aðgang að Fjölskyldutempó í 12 mánuði

Fjölskylda í leik

Af hverju ætti fjölskyldan að leika og vinna saman?

Greining á yfir 30 rannsóknum bendir til jákvæðrar fylgni milli foreldraþátttöku og námsárangurs hjá börnum á öllum skólastigum – frá leikskóla til framhaldsskóla. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur með virka og styðjandi foreldra hafa meiri metnað og betri árangur – allt frá því að fá heimaverkefni unnin í tíma til betri einkunna.

Hugmyndfræðin:

FjölskylduTempó er hannað með það að leiðarljósi að búa til skemmtilegar samverustundir fyrir fjölskylduna og þjálfa fjölskyldumeðlimi fyrir líf, leik og störf framtíðarinnar. Aðferðafræðin felur í sér að leikurinn þjálfar fjóra leikniþætti sem hafa sannarlega áhrif á möguleika fjölskyldunnar og einstaklinga til þess að vaxa og dafna. Þessir fjórir þættir eru: Félagsleikni (Social literacy), tæknileikni (Tech literacy), fjármálaleikni (Financial literacy) og heilsuleikni (Health literacy). 

Fjölskylda að efla leikni

Félagsleikni

  • Þjálfar virka hlustun, samkennd og vinskap.

  • Leyfir öllum að tjá tilfinningar á öruggan hátt.

  • Eflir samvinnu og traust með leikjum.

Fjármálaleikni

  • Kennir ábyrga neyslu og mikilvægi sparnaðs.

  • Byggir upp sjálfstraust og sjálfstæði í fjármálum.

  • Þjálfar virðissköpun og verðskilning.

Tæknileikni

  • Fjallar um ábyrga  skjástjórn, netöryggi og gagnrýna hugsun á netinu.

  • Nýtir spunagreind til að efla skapandi og skipulagða hugsun.  

  • Eflir tæknileg vinnubrögð og skilning á tækni.

Heilsuleikni

  • Þróa heilbrigðar venjur í mataræði, hreyfingu og svefni.

  • Kenna aðferðir til að draga úr kvíða.

  • Ýtir undir líkamsrækt og íþróttaiðkun sem allir geta tekið þátt í.

bottom of page